Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Syngjandi stelpurokk....

Var að keyra heim af næturvakt og þýska lagið var spilað í útvarpinu, ég fékk svona á tilfinninguna að þetta væri hin fræga Leoncie okkar að syngja, svo er náttúrulega fyndið með euróvision að við elskum og hötum keppnina, maður hlustar varla á þetta en samt sem áður fara sko allir í Euróvision partý, held þetta sé svona nostalgíufílingur síðan allir sátu límdir yfir GLEÐIBANKANUM og fengum svo afhroð!! en það var auðvitað algert bull, við áttum að vinna!

Ég og Sunnsó kíktum hérna yfir til grannalings og hlustuðum á löginn, ég var viss um að Frakkland myndi taka þetta en hmmm hmm svo varð ekki, Mér finnst að við ættum að senda Todmobil næst, viss um að þau hefðu sko rúllað þessu upp ;)


búin og byrjuð.....

Jæja búin að ná prófum, er að fara skila tveimur ritgerðum, byrjaði í sumarskóla í dag og sumarfrí að detta inn húff......

Alltaf verið að tala um nýsköpun og frumkvöðla, er að spá í að markaðsetja sjálfsaga!Hversu mikið brill væri það, fara í 10-11 og versla sér sjálfsaga, dag, viku eða mánuð og so on. Ég er bjartsýn að eðlisfari, vinnusöm held ég og metnaðarfull, vantar bara stundum AGA! Spurning um að útfæra og vinna með þetta ;)

Annars líst mér vel á sumarið. Verð fótboltamamman á hliðarlínunni (þessi óþolandi, barnið mitt er sko best! ) ætla skella Gillanum á listanámskeið. Einhver GARÚN!!! hehe var búin að tala um myndlistardaga hmmm..... og Sunnsó verður á fullu í ballet og dansi, fyrir utan það að við ætlum auðvitað að ferðast um landið, skemmta okkur með vinum, vinna í Lottó og bara meika það feitt.

 


Dúúús & Dónts, hmmm

Nú þegar sumarið er komið, þá eiga hlutirnir að gerast!

Ég á ógó duglega vinkonu sem ég er mega stolt af, hætt að reykja og búin að breyta um mataræði. Þá kemur að mig langar svakalega að vera svona dugleg og healthy!

ég get staðist allt nema freistingar, held þetta sé eftir Oscar Wilde, en eru reykingar freistingar eða bara vibba-vani? og að borða sukk, hrikalega gott meðan maður slufrar þessu í sig en kemur í bakið á manni þegar maður er með meltingartruflanir dauðans grrr

Hreyfing pottþétt góð en það er bara svo erfitt að koma sér af stað, spurning um leikjanámskeið fyrir fullorðna, brennó, trampolín, París osv.frv.

en svo svona gullkorn í restina litli kúturinn minn tilkynnti mér um daginn að hann hefði fæðst í útlöndum, ég neitaði því auðvitað og sagði honum að hann hefði fæðst á Íslandi. En út af hverju tala ég þá betri útlensku en Gísli mamma? (nota bene þá talar hann ronnsa, ponnsa ensku )


Próflok!

Snilldardagur í gær, Var vakin af honum Halla p.....tryllir eins og hann kallar sig. Mætti ofur hress kl 7:30 en eins og þeir sem þekkja mig vita finnst mér alveg ágætt að sofa út zzzzzzzz. Fórum í Virkjun að læra aðeins þar sem ég var að fara í mitt síðasta próf, fannst nú samt eins og ég væri mjög illa undirbúin en hittum þar þetta frábæra fólk sem hefur verið síðustu vikur. Snilldin eina var að nú var dama í eldri borgara billiard hópnum, fyrsta skipti sem ég sé það og lét það auðvitað flakka við þau Whistling við góðar undirtektir hjá henni allavegana haha. Brunaði svo í HÍ í prófið og held ég hafi bara massað þetta, sko mig! Fór beint í vinnu eftir það og fékk að hoppa á trampolíni með krökkunum (langaði petite að henda þeim út af og vera bara ein ) svo voru grillborgarar og kósý, enn og aftur TRAMPOLÍN, semsagt gleði gleði dagur.

ÉgHeart sumarið 


Pæling!

Hvað er fjölskylda?Hvers vegna skilgreinum við suma hópa sem fjölskyldur og aðra ekki? 

*Fjölskylda = skylda við marga. Börn gagnvart fullorðnum og fullorðnir gagnvart börnum. Umhyggjuskylda foreldra gagnvart börnum og öfugt ef að foreldrar eru ófærir um að sjá um sig sjálfir.

 

*Fá-skylda = eina sem heldur fólki saman er ást og innileiki.

Þetta er úr einum kúrsinum mínum. Ég er heppin og á frábæra og stóra fjölskyldu en þetta með Fá-skyldu festist í hausnum á mér, algerlega brilliant!

Kata vinkona og Kiddi myndu pottþétt lenda þarna og helling af öðru fólki InLove

Ég held að ég eigi risastóra fá-skyldu.

Þetta er sko nýjasta uppáhaldsorðið mitt


Höfundur

Eyrún Ösp Ingólfsdóttir
Eyrún Ösp Ingólfsdóttir

Er enn að þroskast og læra. Reyni að njóta lífsins eftir fremsta megni og er svo heppin að vera umkringd frábæru fólki  

Vertu ánægður með þetta augnablik, því þetta augnablik er líf þitt!

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband