Pæling!

Hvað er fjölskylda?Hvers vegna skilgreinum við suma hópa sem fjölskyldur og aðra ekki? 

*Fjölskylda = skylda við marga. Börn gagnvart fullorðnum og fullorðnir gagnvart börnum. Umhyggjuskylda foreldra gagnvart börnum og öfugt ef að foreldrar eru ófærir um að sjá um sig sjálfir.

 

*Fá-skylda = eina sem heldur fólki saman er ást og innileiki.

Þetta er úr einum kúrsinum mínum. Ég er heppin og á frábæra og stóra fjölskyldu en þetta með Fá-skyldu festist í hausnum á mér, algerlega brilliant!

Kata vinkona og Kiddi myndu pottþétt lenda þarna og helling af öðru fólki InLove

Ég held að ég eigi risastóra fá-skyldu.

Þetta er sko nýjasta uppáhaldsorðið mitt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Ólöf Sigurðardóttir

Frábært orð fá-skylda ;) þú ert í minni fáskyldu ;). Annað sem mér datt í hug varðandi fjölskylda. Má ekki túlka það þannig að maður hefur mörgum skyldum að gegna varðandi þá sem teljast innan þess hóps. Allavega þá gilda yfirleitt aðrar reglur um þá sem teljast innan fjölskyldunnar en um aðra. Maður er gjarnari á að gera ótrúlegustu hluti fyrir þá aðila sem maður myndi kannski hugsa sig tvisvar um að gera annars (eða fyrir aðra) ;) eða þú veist eins og að vaða eld og brennistein. Reyndar líka fyrir þá sem er innan fáskyldunnar en já þetta var pæling

María Ólöf Sigurðardóttir, 2.5.2010 kl. 17:53

2 identicon

Sammála, maður er tengdur fjölskyldunni tryggðarböndum að eilífu, en þetta með fá-skylduna er einmitt pæling sem maður getur velt fyrir sér og spekúlerað. Þú ert líka í fá-skyldunni lúv

eyrún (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 19:42

3 identicon

Svona er þetta fyrir mér, fjölskylda er það sem maður fæðist inn í og fær engu um það rætt... Það er eins og Guð segi "Voila! Gjörðu svo vel, hérna er fjölskylda fyrir þig" Hún mótar þig lengst af og vill oft halda því áfram. þar til maður segir hingað og ekki lengra, ég hef valið mér fólk til að þroskast með. Ég elska mína fjölskyldu.

Fá-skylda er fólk sem maður velur sér og finnur að hún stiður mann, elskar mann nógu mikið til að segja manni sannleikan og til staðar í bliðu og stríðu.

Ég hef lengi sagt þér að ég valdi þig og börninn sem mína fjölskyldu (fá-skyldu) snilldar orð ! Elska ykkur :)

Kata (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 20:46

4 Smámynd: Garún

Svo eru margir fastir á bið-skyldu og þora ekki áfram.  Hvað þarf marga í fá skyldu til að það verði fjöl skylda?  Og ég vil vera með!

Garún, 6.5.2010 kl. 11:54

5 Smámynd: Eyrún Ösp Ingólfsdóttir

Vinátta er yndislegt fyrirbæri, maður reynir að halda í fólk sem manni líður vel með og Garún auðvitað ertu með, sumarið er að koma og það mun vera brill!

Eyrún Ösp Ingólfsdóttir, 7.5.2010 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eyrún Ösp Ingólfsdóttir
Eyrún Ösp Ingólfsdóttir

Er enn að þroskast og læra. Reyni að njóta lífsins eftir fremsta megni og er svo heppin að vera umkringd frábæru fólki  

Vertu ánægður með þetta augnablik, því þetta augnablik er líf þitt!

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband