Var að keyra heim af næturvakt og þýska lagið var spilað í útvarpinu, ég fékk svona á tilfinninguna að þetta væri hin fræga Leoncie okkar að syngja, svo er náttúrulega fyndið með euróvision að við elskum og hötum keppnina, maður hlustar varla á þetta en samt sem áður fara sko allir í Euróvision partý, held þetta sé svona nostalgíufílingur síðan allir sátu límdir yfir GLEÐIBANKANUM og fengum svo afhroð!! en það var auðvitað algert bull, við áttum að vinna!
Ég og Sunnsó kíktum hérna yfir til grannalings og hlustuðum á löginn, ég var viss um að Frakkland myndi taka þetta en hmmm hmm svo varð ekki, Mér finnst að við ættum að senda Todmobil næst, viss um að þau hefðu sko rúllað þessu upp ;)
Athugasemdir
Það var klárlega gengið framhjá aðal laginu sem Albanía var með...mæli svvvvvvvvoooo með því
Garún, 4.6.2010 kl. 01:34
Svo ekki sé minnst á Úkraínu maður lifandi. Það var klárlega lang lang best. ;)
María Ólöf Sigurðardóttir, 6.6.2010 kl. 03:03
ok þá er bara að fara kíkja á youtube, man nefnilega ekki!!
Alsheimer light haha
Eyrún Ösp Ingólfsdóttir, 6.6.2010 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.