Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Sumarið er tíminn

Sumarið er tíminn
þegar hjartað verður grænt
og augu þín verða
himinblá, ójá

Sumarið er tíminn 
þegar ég ætla gera svo margt                                                   
Ferðast með vinum                                                                 byrja að æfa, synda og syngja                                                 grilla og gleðjast ójá
                                         

 Sumarið er tíminn
þegar kvenfólk springur út
og þær ilma
af dulúð og sól, ójá

Grin


Murder she wrote!

Bara high on life þessa stundina. Hitti strákana mína á Lyngmóanum um helgina, spjallaði helling við Sigga og Frikka og fékk heimsins besta knús frá honum Ómsa, ótrúlegt hvað sumir gefa bara bestu knús í heimi Tounge langar að ættleiða kappann, væri færibandaknús allan daginn mmm....

Fór í kaffi til hennar Maríu minnar, var ágætlega dugleg í lærdómnum og um kvöldið fór ég með góðu fólki á morð ráðgátu í Höfnum. Lifandi leikrit sem maður tekur þátt í, fær að kommenta og reyna geta hver er morðinginn, flott koncept. Ungir, upprennandi leikarar þar á ferð undir stjórn Garúnar sem er alger sKnillingur!

Eftir þessa snilld tók ég kjaftatörn með henni Kötu minni (sálufélaganum) non-stop í 3 klukkutíma, lenti svo aftur á kjaftatörn með henni Guðrúnu þegar ég var komin heim, sem sagt vakað frameftir öllu en nú er ég farin að dreyma um sumarið InLove, , bara gleði og grill framundan yeyhhhh


Prófatími

Jæja þá er geðveikistímabilið byrjað!

Maður lokar sig af og einsetur sér að læra hmm...

gengur misvel, vinna, börn, vinir og fésbókin. Ok hætta fésbókarruglinu, biðja pabbann um að eiga börnin um tíma, tilkynna vinunum að maður verði fjarverandi þangað til eftir próf og verða smá einhverfur, vandamálið er bara að ég er alltof mikil félagsvera, elska að vera í kringum fólk, hlægja og hafa gaman, já og á erfitt með að halda einbeitingu í langan tíma í einu, held að ég þurfi einhvern með Hitler syndrome til að standa yfir mérWhistling

Og stórann latte!


Höfundur

Eyrún Ösp Ingólfsdóttir
Eyrún Ösp Ingólfsdóttir

Er enn að þroskast og læra. Reyni að njóta lífsins eftir fremsta megni og er svo heppin að vera umkringd frábæru fólki  

Vertu ánægður með þetta augnablik, því þetta augnablik er líf þitt!

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband